Fara á efnissvæði

Júní 2024 í Vogum á Vatnsleysuströnd

Landsmót UMFÍ 50+

Komdu og vertu með á Landsmóti 50+

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Komdu og vertu með! 

Landsmót 2024

Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í júní 2024 í Vogum á Vatnsleysuströnd í samstarfi við Ungmennafélagið Þrótt og Sveitarfélagið Voga. Þátttökugjald er 5.500kr.
Hlökkum til að sjá þig í Vogunum! 

Skrá mig á Landsmót UMFÍ 50+

Opnað verður fyrir skráningu á mótið árið 2024.