Komdu og vertu með á Landsmóti 50+
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Komdu og vertu með!

Landsmót 2024
Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í júní 2024 í Vogum á Vatnsleysuströnd í samstarfi við Ungmennafélagið Þrótt og Sveitarfélagið Voga. Þátttökugjald er 5.500kr.
Hlökkum til að sjá þig í Vogunum!

Skrá mig á Landsmót UMFÍ 50+
Opnað verður fyrir skráningu á mótið árið 2024.

Fréttir frá landsmóti 50+

07. desember 2023
Ungmenni í leiðtogavinnu
Meðlimir í ungmennaráði UMFÍ sátu tvær norrænar ráðstefnur í byrjun sumars í Danmörku og á Grænlandi. Nú eru tvö laus sæti í ungmennaráðinu og geta áhugasöm sótt um.

05. desember 2023
Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar!
Dagur sjálfboðaliðans er í dag. Í tilefni af því munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn. Fyrst verða fyrirlestrar klukkan 15:00 og síðan boðið í vöfflur í þjónustumiðstöð UMFÍ.

04. desember 2023
Guðni forseti: Betra að segja nei
Nemendur úr Hrafnagilsskóla í Eyjafirði og Borgarholtsskóla hlutu verðlaun fyrir verkefni sín, sem unnin voru í tengslum við Forvarnardaginn 2023. Verðlaun voru veitt í tveimur flokkum.