Fara á efnissvæði

Styrkir

Fræðslu- og verkefnasjóður

Fræðslu- og verkefnasjóður

Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Athygli er vakin á því að sjóðurinn styrkir EKKI tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga. Einnig er styrkur að öllu jöfnu aldrei hærri en 50% áætlaðs styrkhæfs kostnaðar, eða að hámarki 300.000kr. Stjóðsstjórn getur þó veitt hærri styrki í undantekningartilfellum. 

Áherslur í úthlutun

Í samræmi við reglugerð sjóðsins leggur sjóðsstjórn áherslu á að veita styrki til verkefna sem:

  • eru til þess að fallin að auka þekkingu og fagmennsku innan félags með fræðslu, fyrirlestrum og/eða námskeiðum.
  • stuðla að aukinni útbreiðslu og/eða stofnun félags eða deilda.
  • stuðla að aukinni þekkingu og varðveislu á menningu og sögu félags.
  • eru til þess fallin að auka menntun þjálfara og dómara.
  • eru í samræmi við auglýst áhersluatriði sjóðsins hverju sinni.

Áherslur fyrir úthlutanir 2023

Árið 2023 er lögð áhersla á útbreiðslu- og fræðsluverkefni. Að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að hreyfingu fyrir alla, sérstaklega ungt fólk. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu. Einnig er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni. Að auki er horft til þess að styrkja átaksverkefni til aukinnar þátttöku á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér vinnureglur og matskvarða sjóðsins. Umsókn þarf að hljóta að lágmarki 50 stig til þess að vera metin styrkhæf. Umsækjendur sem hljóta styrk þurfa að skila inn skýrslu á ákveðnu lokaskýrsluformi og senda til þjónustumiðstöðvar UMFÍ á netfangið umfi@umfi.is. 

Umsóknarfrestir eru tveir á ári. Fyrri umsóknarfrestur er til 1. maí og sá seinni til 1. nóvember. 

Sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð

Opið er fyrir umsóknir til 1. nóvember. Gert er ráð fyrir úthlutun fyrri hluta desember 2023.

Sækja um

Úthlutanir úr sjóðnum

Heildarúthlutanir

Árið 2022

190

25.000.000 kr.

Árið 2021

271

19.590.825 kr.

Árið 2020

272

20.238.788 kr.