Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

02. maí 2024

Inga Kristín hlaut starfsmerki UMFÍ

Inga Kristín Sveinbjörnsdóttir fékk starfsmerki UMFÍ á ársþingi USÚ í vikunni. Hún hefur starfað sem sjálfboðaliði fyrir USÚ frá fermingaraldri eða síðan árið 1972. Formaður USÚ segir þingið það besta í hennar formannstíð.

30. apríl 2024

Blað brotið í afreksmálum

Skýrsla starfshóps um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks var kynnt í dag. Hópurinn skilaði skýrslunni ásamt tillögum til mennta- og barnamálaráðherra um stóreflingu afreksíþróttastarfs.

30. apríl 2024

Opið í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til morgundags

Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hægt verður að senda umsóknir til sjóðsins fram að miðnætti á morgun, aðfaranótt 2. maí. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni íþrótta- og ungmennafélaga.

29. apríl 2024

Karl sæmdur Gullmerki

Íþróttakempan og kennarinn Karl Lúðvíksson var sæmdur Gullmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar á laugardag. Karl er þekktur fyrir störf sín og er fastagestur á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið er ár hvert. 

29. apríl 2024

Mikil efling íþróttastarfs

Áform um stóreflingu afreksíþróttastarfs verða kynnt á opnum kynningarfundi í Laugardalshöll á morgun. Þar munu Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason sitja í pallborði ásamt fleirum um framkvæmdina.

24. apríl 2024

UMFN heitir nú Ungmennafélagið Njarðvík

„Þetta var frekar óvænt en skemmtilegt,“ segir Ólafur Eyjólfsson, formaður Ungmennafélagsins Njarðvík. Hann var sæmdur Gullmerki UMFÍ á aðalfundi félagsins. Félagið fagnar 80 ára afmæli og voru stórar breytingar gerðar.

23. apríl 2024

ÍS er nýr sambandsaðili UMFÍ

„Ég sé spennandi tíma framundan. Við horfum til aukins aðgengis að fagþekkingu og svo eru það svæðastöðvarnar, sem ég held að muni leiða til þess að við munum öll vinna meira saman,“ segir Gunnar Jóhannesson, formaður ÍS.

22. apríl 2024

Skráning hafin í Forsetahlaup UMFÍ

Skráning er hafin í Forsetahlaup UMFÍ sem fram fer á Álftanesi fimmtudaginn 9. maí. Nóg verður um að vera á Álftanesi því þennan sama dag fer þar fram bæjar- og fjölskylduhátíðin Forsetabikarinn.

19. apríl 2024

Gyða er nýr formaður ÍA

Hrönn Ríkharðsdóttir var sæmd með gullmerki bæði UMFÍ og ÍSÍ á þingi Íþróttabandalags Akraness (ÍA), sem fram fór í gær. Þar tók Gyða Björk Bergþórsdóttir við sem formaður.